Um Hótel Kviku
Kósý fjölskylduhótel í alfaraleið
Við erum kósý fjölskylduhótel í alfaraleið. Nógu langt frá öllum ys og þys, en samt það stutt að það er gott að skreppa.
Kvika Hótel er staðsett um 8 km frá Hveragerði í átt að Þorlákshöfn, eða um 45 mínútna akstri frá Reykjavík.
Hótelið er með 21 herbergi með gistiaðstöðu fyrir um 42-48 manns. Einnig er stórt tjaldsvæði við hótelið ásamt salernisaðstöðu, vatni og rafmagni. Í 4,5 km fjarlægð bjóðum við einnig upp á 8 sumarhús sem rúma 24-32 manns.
Viltu gleðja vini og vandamenn?
Það er ekkert mál að gleðja þína nánustu með gjafabréfi frá okkur! Við bjóðum upp á nokkra verðflokka af gjafabréfum.
Þú finnur eitthvað við hæfi í vefverslun okkar og getur þá gefið gjafabréf til þinna nánustu.
Salurinn okkar
Við bjóðum upp á fallegan veislusal í stórbrotnu umhverfi. Tilvalin fyrir hverskyns fagnaði, fermingar, skírnir og afmæli eða fundarhöld og minni ráðstefnur.
Salurinn er bjartur og fallegur. Aðgengi að hljóðkerfi og skjávarpa sem auðvelt er að tengja í fartölvu.
Veisluþjónusta
Í samstarfi við reynslumikla kokka bjóðum við upp á fjölbreytta veisluþjónustu þar sem við notumst við allra bestu hráefni sem landið okkar hefur upp á að bjóða. Veisluna má halda í salnum okkar á hótelinu, sem hægt er að bóka með eða án gistingar.
Langar þig að prófa eitthvað nýtt?
Við erum með fullt af hugmyndum fyrir þig um það sem hægt er að gera í nágrenninu