Leiga á veislusal
Við bjóðum upp á fallegan veislusal í stórbrotnu umhverfi. Tilvain fyrir hverskyns fögnuði, fermingar, skírnir og afmæli. Nú eða fundarhöld og minni ráðstefnur.
Salurinn er bjartur og fallegur. Í honum er myndvarpi og hljóðkerfi til afnota. Auðvelt að tengja í tölvu.
Dagsleiga án gistingar
Hægt er að leiga salinn með og án veitinga í heilan dag eða þrjár klukkustundir í senn. Leiga á salnum í þrjár klukkustundir er tilvalið fyrir fermingar, erfðadrykkjur, fundarhöld og aðra styttri viðburði.
Við mælum með dagsleigu fyrir stórafmæli, brúðkaup, ráðstefnur. Gestum viðburðarins er þá sjálfsagt velkomið að bóka herbergi á hótelinu, svo framanlega að ekki sé uppbókað.